Kränzle Quadro 799 TST er aflmikil háþrýstidæla úr Quadro línunni. Grindin er heilsteypt með mjög sterklega byggðum hjólabúnaði. Auðveld og þægileg í flutningi. Innbyggð slöngutromla með 20 metra slöngu. Það er 7,5 metra rafmangssnúra og upphengi. Kraftstútur með ryðfríu stálröri. Stillanlegur stútur (Vario-stútur) með ryðfríu stálröri og stiglausri stillingu á geisla. Einnig stiglaus stilling frá flötum geisla yfir í hringlaga geisla og frá háþrýstum í lágþrýstan geisla. Geymsluhólf fyrir rofabyssu og stúta. Easy start. Total-stopp útbúnaður. Sápusogsbúnaður. Þolir allt að 60°C heitt vatn.
ATH! Dælan þarf að vera í liggjandi stöðu þegar hún er í notkun.
Tæknilegar upplýsingar
- Kränzle númer: 610100
- Vinnuþrýstingur: 30-180 bör / 3-18 MPa (stiglaus stilling)
- Hámarksvinnuþrýstingur: 200 bör / 20 MPa
- Vatnsnotkun: 13L mín. / 780L klst
- Snúningshraði mótors – 1400 rpm (U/min).
- Tenging V | ~ | Hz | A:> 400V | 3ja fasa | 50Hz | 12A
- Lengd slöngu: 20m
- Lengd rafmagnssnúru: 7,5m
- Stærð (LxBxH): 780 x 395 x 870mm
- Þyngd: 63 kg
Fylgihlutir
- Stálofin háþrýstislanga: 20 (DN8) – V.nr.: 41083
- Rofabyssa með öryggi: Starlet – V.nr: 12500
- Kraftstútur með ryðfríu stálröri: V.nr.: 2420-D2505
- Stútur með breytilegri stillingu og ryðfríu stálröri: V.nr.: 2420-D2505



















