FLEXIT Mobile Task Light er öflugt LED 1200 lúmen vinnuljós / flóðljós. Ljósið er endurhlaðanlegt og er hlaðið með USB-C snúru. Hentar mjög vel til notkunar heima, í bílskúrnum, ferðalaginu eða við ýmiskonar vinnu.
Upplýsingar
- Hleðslurafhlöður fylgja
- Hleðslusnúra: USB-C fylgir
- Ljósstyrkur: 1200 lúmen
- Tvívirk linsa: Fljóðljós og stefnuvirk lýsing
Stillingar á ljósstyrk
Það eru 4 ljósastillingar á FLEXIT Mobile Task Light
- Sterk lýsing (High)
- Miðlungs lýsing (Medium)
- Lítil lýsing (Low)
- Blikkandi lýsing (Strobe)
*** Framan við díóðuna er linsa á sleða sem breytir lýsingunni úr flóðljósi yfir í meira stefnuvirka lýsingu.
Veltanlegur haus
Hægt er að velta hausnum á ljósinu til þess að beina því betur að þeim stað sem verið er að vinna á.
FLEXIT Mobile Task Light kemur á sterkbyggðri álgrind sem ver ljósið ásamt því að virka sem standur fyrir það.
4 styrkleikar á birtu
FLEXIT Mobile Task Light LED ljósið er með 4 stillingar á ljósmagni, hægt er að skipta á milli með 1 hnapp.
Það eru 4 ljósastillingar á FLEXIT Mobile Task Light
- Sterk lýsing (High)
- Miðlungs lýsing (Medium)
- Lítil lýsing (Low)
- Blikkandi lýsing (Strobe)
*** Framan við díóðuna er linsa á sleða sem breytir lýsingunni úr flóðljósi yfir í meira stefnuvirka lýsingu.
Lýstu þar sem þörfin er mest
FLEXIT Mobile Task Light er útbúin með sterkbyggðri stálgrind sem búið er að fallprófa. Grindin virkar einnig sem upphengigrind fyrir ljósið sem og fótur fyrir það til að standa á. Aftanvert á ljósinu er festing fyrir þrífót ef að það er þörf á því að nota það á þann máta.
Endurhlaðanlegt LED ljós
FLEXIT Mobile Task Light LED ljósið er keyrt áfram af LITHIUM-ion 4000mAh rafhlöðum sem eru endurhlaðanlegar sem tryggir góða endingu og langan notkunartíma. Þú hleður ljósið með USB-C snúru sem fylgir ljósinu. Ef að þú þarft að nota ljósið lengur en endingartími rafhlöðunnar þá getur þú notað með snúruna tengda við ljósið.
Tvívirk lýsing – Stillanleg linsa
FLEXIT Mobile Task Light LED ljósið er með linsu framan við díóðuna sem hægt er að færa upp og niður. Ef að þú þarft að vera með flóðljós þá er linsan uppi, ef að þú vilt vera meira með stefnuvirkari birtu þá er hægt að færa hana niður. Þar fyrir utan má stilla styrkleika birtunar eins og áður hefur komið fram.