LX-1460 er stífluleysir fyrir koppa, þetta er svokölluð vasaútgáfa eða minni útgáfa af þessu verkfæri. Hjálpar til við að losa stíflur og herta smurfeiti úr koppum. Koppar eiga það til að stíflast, oft er hægt að losa up þessar stíflur með öflugri smursprautu en stundum er þörf á öðrum aðferðum.
Leiðbeiningar:
Stimpillinn er dreginn út og létt og þunn olía (þunnur glussi, sjálfskiptivökvi) sett í cylenderinn á verkfærinu og stimpillinn settur í. Stífluleysirinn er settur upp á koppinn, svo er annaðhvort þrýst á eða slegið á með litlum hamri til að leysa stífluna, stundum er þörf á því að reyna oftar en 1 sinni til að ná að opna fyrir.