Sýni 1–12 af 18 niðurstöðum

Hálkuborðar

Við bjóðum úrval af límdum hálkuborðum. Safety-Grip frá Heskins. Hálkuborðarnir eru mjög slitsterkir og þola talsvert álag af völdum vætu og veðri. Það þarf þó að passa að undirlagið sem borðarnir límast á sé þurrt og fituhreinsað. Ef að þeir eru settir á gljúpt yfirborð þarf að setja grunn undir hálkuborðana t.d. á timbur og grófa steypu.

Grófleiki Safety-Grip hálkuborðanna er allt frá litlum grófleika (standard), miðlungs grófleika (coarse) og mjög grófa (extra coarse).

Breidd Safety-Grip hálkborðana er stöðluð 25mm, 50mm, 75mm, 100mm og 150mm. ATH! hægt er að fá sérskurð allt frá 19mm upp í 1100mm.

Lengdin á Safety-Grip rúllunum er 18,3 metrar.

Form, Heskins býður einnig upp á hálkuborða í kassa- og hringlaga formum.

Einnig bjóðum við hálkuborða frá Heskins sem eru með gúmmíkenndu yfirborði sem þægilegt er að labba á, einnig hálkuborða sem henta í votrými s.s. eldhús, þvottahús og baðrými og sturtur.

Úrvalið frá Heskins er mjög mikið og þeir bjóða einnig margskonar sérlausnir sem eru sérpöntunarvara sem tekur 5 til 10 virka daga að fá til landsins. Hér fyrir neðan getur þú skoðað vörulista yfir Safety-Grip hálkuborðana. Hægt er að sjá meira á vefsíðu Heskins www.heskins.com.

Vörulisti Safety-Grip hálkuborðar