Sagewash™ Sanitizer er pH hlutlaust efni, unnið úr blöndu af klór og undirklórsýru sem er allt að 120 sinnum öflugri sótthreinsir en venjulegur 15% klór. Efnið er því öruggt að nota og veldur ekki tæringu. Úr hverri töflu af Aquawash færð þú 1.400 lítra af sótthreinsilausn.
Sagewash™ Sanitizer sótthreinsi má nota á flest alla staði þar sem þörf er á sótthreinsun, lyktareyðingu og baráttu við grænþörunga. Hin áhrifaríka, en þó örugga og skaðlausa Aquawash lausn ræðst mörgum sinnum á yfirborð með nýrri ferskri Sagewash™ Sanitizer sótthreinsiblöndu. Límkennd fituhúð, lífrænar útfellingar og húðfita brotna niður fyrir tilstilli sterkra oxandi eiginleika og úðunaráhrifa þannig að flöturinn verður hreinn og sótthreinsaður. Niðurbrot lífrænna efna með Sagewash™ Sanitizer leiðir einnig til minni lyktar.
Með Sagewash™ Sanitizer er auðvelt að sótthreinsa. Það þarfnast engra uppsetninga, aðeins tengingu við venjulega garðslöngu. Kerfið virkar bæði með köldu og heitu vatni (40°C).
Hérna nýtist Aquawash sótthreinsirinn
Baðherbergi og salerni | Í matvælaiðnaði |
Búningsherbergi | Í frystihúsum og ferskfiskvinnslu |
Íþróttaaðstöðu | Í landbúnaði |
Íþróttafélögum | Garðyrkjustöðum |
Líkamsræktarstöðum | Hótel |
Sundlaugar | Nuddstofum |
Dagheimili og skólar | Tjaldstæði |
Opinberar byggingar | Flutningabílar og gripaflutningabílar |
Dýralæknar og dýraspítalar | Fangelsi |
Hundaræktanir og eftirlitsstofnanir | Við eyðingu grænþörunga |
Hesthús, flutningabílar, kerrur o.fl. |
Svona auðvelt er að nota Sagewash™ Sanitizer
Sagewash™ Sanitizer sparar tíma. Það þarf ekki að blanda og fást við kemísk efni og hættan á röngum skömmtum og ofnotkun efna minnkar mikið. Þessar samanpressuðu töflur eru öruggar að handfjatla og auðvelt að leggja þær í skammtarann. Þægileg hönnun á byssunni auðveldar mjög að úða efninu á rétta staðinn einnig erfiða staði og stöðva úðann þegar óskað er og haldið áfram á öðrum stöðum.
Með „Stop & Go“ tækninni getur þú þurrkað Sagewash™ Sanitizer á innan við 30 sekúndum. Þú getur með öðrum orðum notað efnið, þurrkað – og notað aftur og aftur án þess að fjarlægja hylkið úr boxinu. Þá fyrst að hylkið er alveg fullnýtt þá skiptir þú um hylki í boxið. Eitt hylki endist í lágmark 2 tíma.