Olíuráðgjafinn

Olíuráðgjafinn veitir upplýsingar um

Hér fyrir neðan getur þú fundið út hvaða olía hentar á bílinn þinn. Með því að smella á myndirnar Total/Elf eða á 77 Lubricants hér að neðan flyst þú yfir á olíuráðgjafa þeirra vörumerkja (Lubricant Advisor). Bæði þessi fyrirtæki eru með hágæða olíur á bíla, mótorhjól og iðnaðar- og landbúnaðartæki.

Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan, veldu þér tungumál við hæfi og sláðu inn tegund ökutækis, árgerð og þess háttar. Þetta auðveldar þér að finna réttu olíuna á mótorinn, gírkassann, drifið og sjálfskiptinguna ásamt því að fá upplýsingar um lítramagnið sem fer á ökutækið. Athugið að olíuráðgjafi Total og Elf er á sömu vefsíðu en hægt er að velja milli vörumerkja Total/Elf innan vefsíðunnar og útfrá sömu leit.

Hægt er að leita að olíunni undir vörulista á vefsíðunni okkar, ef að þú þarft ítarlegri upplýsingar þá getur þú sent okkur tölvupóst á kemi@kemi.is, smellt á hafa samband hér að ofan eða hringt í síma 415 4000.

Olíuráðgjafi Total/Elf

Total / Elf er eitt stærsta olíufélag evrópu og framleiðir hágæða olíur undir bæði merkjum Total og Elf. Þú getur flett upp þínu ökutæki og fundið réttu olíurnar ásamt því magni sem þarf.

Olíuráðgjafi 77 Lubricatns

77 Lubricants býður upp á breiða vörulínu og framleiðir allar olíur samkvæmt nýjustu stöðlum og kröfum bílaframleiðenda. Þú getur flett upp bílnum, sendibílnum og vörubifreiðinni á olíuráðgjafa 77 Lubricants.

Vörumerki