Opnunartími verslunar

Mánudaga til fimtudaga frá 08:00 til 17:00
Föstudaga frá 08:00 til 17:00
Laugardagar og Sunnudagar LOKAÐ

Sími: 415 4000
Netfang: kemi@kemi.is 

Við bendum á að netverslun Kemi er opin allan sólahringinn

Um Kemi

Fyrirtækið var stofnað 1994 af Daða Hreinssyni í þeim tilgangi að markaðssetja efnavörur og smurefni. Reksturinn hefur alla tíð gengið vel og vaxið jafnt og þétt. Í lok árs 2006 ákvað stofnandinn að selja félagið til fjölskyldufélagsins Hólmsteinn Helgason ehf, undir nýrri stjórn var talsvert aukið við umsvifin og árið 2008 flutti fyrirtækið í núverandi húsnæði að Tunguhálsi 10 í Reykjavík.

Höfuðstöðvar félagsins eru 1.300 m2 að stærð auk útisvæðis.

Um mitt ár 2014 var félagið síðan selt á ný og þá til núverandi eigenda sem allir hafa áralanga reynslu í atvinnurekstri.

Markmið eigenda er að halda áfram uppbyggingu félagsins og efla enn frekar vöruval og þjónustu við viðskiptavini. Reiknað er með að vörusala félagsins verði tæpur milljarður á árinu 2020.

Kemi hefur í mörg ár verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo sem er skýrt merki um heilbrigðan og arðsaman rekstur. Kemi leggur áherslu á valda vöruflokka, helstu vöruflokkarnir eru: smurolía og smurefni, sápur og sótthreinsivörur, meindýravarnir, efnavörur, öryggisvörur og landbúnaðarvara.

Félagið hefur í mörg ár sýnt samfélagslega ábyrgð með því að styrkja við íþrótta og góðgerðamál víða um land.