Skilmálar2018-03-05T13:19:56+00:00

Skilmálar vefverslunar Kemi

Vefverslun Kemi er opin allan sólahringinn, hún er hugsuð til hagsbóta fyrir viðskiptavini sem vilja nýta sér tölvuna í stað þess að koma á staðinn og einnig þá sem vilja geta lagt inn pöntum á öðrum tímum sólarhringsins en á opnunartíma verslunar en hann er alla daga frá 08:00 til 17:30 nema á föstudögum frá 08:00 til 17:00.

1. Almennt

Seljandi er Kemi ehf. •  Kt. 640194-2439 • Vsk 41560 • Tunguhálsi 10 • Sími 415 4000 • Fax 415 4001 • Netfang: kemi@kemi.is

Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi skv. reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsíðu.

Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, www.kemi.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hinsvegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessa skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

ATHUGIÐ! Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Við keyrum inn uppfærslur einu sinni á dag þ.m.t. birgðastaða og verð. Það geta breyst verð eftir þessa innkeyrslu t.d. vegna nýrra birgða á lager o.þ.h..

2. Að versla á www.kemi.is

Það er auðvelt að versla á vefverslun Kemi, þú skráir þig inn í viðskiptakerfið okkar og setur vörurnar í körfuna og velur þér síðan að „Greiða vöru(r)“, þú getur einnig sett vörur á „Pöntunarlista“ sem þú getur alltaf geymt í kerfinu, eytt út af honum eða bætt við hann eins og þér hentar. Þegar þú ert svo tilbúin/n þá geturð flutt þær vörur sem þú ert með á pöntunarlistanum yfir í körfukerfið og gengið frá og greitt vörurnar, valið sendingarmáta og sett inn beiðnanúmer sé þess krafist af þínu fyrirtæki, einnig getur þú bætt við viðbótartexta / skilaboðum sem að þú vilt að fylgi pöntuninni til okkar. Við bendum fólki á að kynna sér almennt þær reglur sem gilda um viðskipti á netinu á vefsíðu Neytendassamtakanna www.ns.is.

Athugið að afslættir viðskiptavina birtast ekki ì vefverslun. Ef að þú ert ì reikningsviðskiptum hjá Kemi ehf þá heldur þú þínum reglulegu viðskiptakjörum og kemur afslátturinn þinn fram á reikningi sem kemur með vörunni. Allar upphæðir ì vefverslun miðast við endursölu og eru birtar með virðisaukaskatti, engin heildsöluverð eru birt þar.

4. Skilafrestur og endurgreiðslur

Hafi kaupandið keypt vöruna í gegnum www.kemi.is hefur hann 14 daga til að falla frá kaupunum, að því gefnu að varan sé enn í góðu ásigkomulagi og í óuppteknum umbúðum. VÖRUSKIL  Kaupandi þarf þá að koma vörunni til okkar í Kemi, Tunguhálsi 10 á sinn kostnað, sé hún endursend vegna þess að móttöku var hafnað eða af einhverjum öðrum ástæðum fellur kostnaður vegna sendingarinnar á viðkomandi kaupanda og verður dreginn frá endurgreiðslu.

5. Greiðslumátar

Þú getur valið milli mismunandi greiðslumáta í greiðsluferlinu, þar má telja:

  • Viðskiptafært á reikning: Þeir sem eru í reikningsviðskiptum hjá Kemi geta valið það að setja vörukaupin í reikning.
  • Kortaþjónustan greiðslusíða: Greiðslukort sem fer í gegnum greiðslusíðu Kortaþjónustunnar sjá nánar á www.korta.is.
  • Netgíró: Varan fer í gegnum greiðslusíðu Netgíró sjá nánar á www.netgiro.is
  • Millifærsla: Þú millifærir upphæðina inn á reikning Kemi ehf. (upplýsingar okkar þ.e.a.s. kennitala, reikningsnúmer o.fl. fylgir pöntuninni í tölvupósti)

6. Sendingarmátar

Þú getur fengið vöruna senda með öllum helstu flutningsaðilum, einnig bjóðum við upp á akstur á vörunum á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu gjaldi.

Við bendum á að, þù getur valið um það að fá vöruna senda á annað heimilisfang en reikninginn ásamt þvì að geta sett inn beiðnanúmer sé þess krafist í þínu fyrirtæki.

7. Verð og lagerstaða

Öll verð í vefverslun eru birt með virðisaukaskatti. Verð og lagerstaða vöru í vefverslun eru uppfærð einu sinni á hverjum virkum degi og alltaf í byrjun vinnudags, ekki er um rauntíma uppfærslur að ræða og því geta verið lagerskekkjur þegar á daginn líður.  Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við pantanir og breyta verðum án fyrirvara og  ef að um rangar verðupplýsingar er að ræða í vefverslun www.kemi.is, til dæmis vegna samkeppni, hækkana birgja, flutnings eða gengisbreytinga. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntunina. Hann inniheldur alla kostnaðarliði við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjald o.s.frv.

8. Eignaréttur

Vara er eign seljanda (Kemi ehf) þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti, eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.

9. Móttaka vöru

ATHUGIÐ! Kaupandi skal ávallt við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka ganga úr skugga um það að varan sé í fullkomnu lagi, í samræmi við pöntunarstaðfestingu og vörulýsingu. Þá skal kaupandi kanna hvort um sé að ræða skemmdir á vörunni tilkominn vegna flutnings.

10. Àbendingar

Ef að þú hefur ábendingu um eitthvað sem að betur má fara á vefnum okkar eða bara almennt þá þætti okkur mjög gott að fá senda ábendingu á kemi@kemi.is eða í gegnum samskiptaformið „hafa samband“ hér á síðunni.

11. Varnarþing

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda (Kemi ehf) um túlkun á skilmálum, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir hérðasdómi Reykjavíkur.

Við þökkum þér fyrir að heimsækja vefsíðu Kemi ehf og að fara yfir skilmálana.