ColorMatic 1K Epoxy primer er einþátta epoxý grunnur í spreybrúsa. Grunnurinn hentar til alhliða notkunar og veitir framúrskarandi viðloðun sem og ryð- og tæringarvörn á stálplötur, zink húðað stál, ál og anoxískt (anodised) ál. Grunnurinn er hraðþornandi með gott flæði og það má sprauta honum “blautt á blautt”. ColorMatic 1K Epoxy grunnurinn hentar mjög vel í blettun og viðgerðir.
Notkunarleiðbeiningar
- Fjarlægið allt ryð og eða tæringu af málmum.
- Yfirborðsfletir þurfa að vera lausir við fitu, smurfeiti, olíu, ryk og óhreinindi.
- Hreinsið yfirborðið með sílikonhreinsi.
- Hreinsið trefjaplast með plasthreinsi.
- Hristið brúsann vel í 3 mínútur fyrir notkun.
- Prófið ávallt að úða á prufuspjald áður en grunnun hefst, það er til að sjá hvernig úðast úr brúsanum o.þ.h..
Þurrktími (miðað við 20°C og c.a. 50% rakastig í lofitnu)
- Rykþurrt: 5 mínútur
- Snertiþurrt: 15 mínútur
- Þurrt (hard dry): 30 mínútur
- Slípanlegt: c.a. 20 mínútur
- Yfirmálanlegt: 12-15 mínútur
- Hitaþol: allt að +90°C