Nova Dip Barriere er sótthreinsandi spenadýfa sem er tilbúin til notkunar, efnið má nota í spreyformi eða sem ídýfu í þar til gerða spenadýfubolla. Nova Dip Barriere er notað eftir mjaltir og veitir vörn gegn “Vira” smiti milli kúa.
Notkunarleiðbeiningar:
- Nova Dip Barriere er tilbúin lausn.
- Lausnin er borin á hreina spena eftir mjaltir.
- Lausnina má nota 2-3 sinnum daglega.
- Þekjið allan spenann með efninu.
- Að notkun lokinni: Tæmið og þrífið spenadýfubolla vel eftir hverja notkun og þurrkið hann fram að næstu notkun.
- Geymið Nova Dip Barriere ávallt í upprunalegum umbúðum og við hitastig á bilinu 0°C – 25°C