Peltor Tactical XP er sérstaklega fyrir umhverfishljóð, hún magnar mjög vel upp lág hljóð s.s. samtal o.fl. umhverfishljóð svo að þú heyrir þau greinilega en á sama tíma þá ver hún þig gegn miklum hávaða, högghljóðum og skaðlegum hávaða. Hægt er að stilla tímann eftir að hlífin rýfur umhverfishávaða og þar til að hún snýr aftur í normal eða venjulegt ástand.
Heyrnarhlífin er takmörkuð við afspilun hljóða við 82 db. Í mjög hávaðasömu umhverfi er oft erfitt að takmarka samskiptatæki við 82 db og það getur verið erfitt að skilja og heyra oft á tíðum mikilvæg samtöl í slíkum aðstæðum. Peltor Tactiacal XP leyfir notandanum að fara yfir þessi mörk, upp að 89 db í þeim tilfellum þar sem þess gerist nauðsyn. Samkvæmt EU stöðlum og reglugerðum varðandi hávaða er viðmiðið 85 db, við bendum á að það borgar sig ekki að vera með þessa 89 db stillingu virka nema í mjög takmarkaðan tíma. Heyrnarhlífin fer aftur í eðlilegt ástand (stillingu) 82 db þegar slökkt er á henni.
Ítarlegri upplýsingar í fylgiskjölum