3M Peltor WS ProTac XPI er heyrnarhlíf með Bluetooth Multipoint sem er fjölpunkta tengimöguleiki, tengist samtímis við tvö Bluetooth tæki. Heyrnarhlífarnar eru skærgular sem eykur sýnileika og þar af leiðandi öryggi. Auðvelt að tengja við Bluetooth tæki, einnig er hægt að sækja smáforritið “3M Connected Equipment” til að auðvelda þér allar stillingar. Heyrnarhlífarnar innihalda nýjasta hugbúnað sem og nýjustu útgáfu af Bluetooth, hljóðneminn lokar nú ennþá betur fyrir umhverfishljóð.
- Bluetooth 4.2 með fjölpunkta tengimöguleika
- Skærgulur litur til að auka sýnileika
- Ný gerð af míkrafón með IP68 vatnsvörn og bættri útilokun á umhverfishljóði
- Slekkur á sér sjálfkrafa eftir 4 klukkustundir til að spara rafhlöður
- Gefur frá sér tilkynningu þegar lítið er eftir á rafhlöðum
Hávaðadempun:
- SNR = 31dB
H=31dB M=30dB L=23dB
SNR = Meðalgildi á heyrnarvernd
- H = Mat á heyrnarvernd vegna hátíðnihljóða
- M = Mat á heyrnarvernd vegna millitíðnihljóða
- L = Mat á heyrnarvernd vegna lágtíðnihljóða