Peltor WS Alert X er heyrnarhlíf með Bluetooth® og stillanleg í gegnum smáforrit í síma. X útgáfan er ekki með útvarpi eða hleðsluporti og eingöngu er hægt að tengja 1 Bluetooth tæki við hana. X heyrnarhlífin er með míkrafón sem að útilokar umhverfishljóð, heyrnarhlífina er hægt að tengja við “APP” eða réttara sagt smáforrit í síma til að auðvelda uppsetningu, stillingar o.fl.. Peltor WS Alert X heyrnarhlífin tengist við 1 Bluetooth tæki svo sem tónlistarspilara (MP3), farsíma og talstöðvar.
Peltor WS Alert X heyrnarhlífin verndar þig gegn umhverfishávaða en á sama tíma auðveldar þér að hafa samskipti í hávaðasömu umhverfi þar sem míkrafónninn á heyrnarhlífinni útilokar hávaða í umhverfinu.
Helstu kostir
- Fást á höfuðspöng sem og fyrir 3M Peltor öryggishjálma
- Hægt að stilla umhverfishljóðnema þ.e.a.s. hægt að hækka eða lækka í umhverfishljóðum
- Hlífarnar eru með tvískiptar skeljar sem minnkar möguleika á því að sviti komist í rafbúnað og tæri hann
- Bluetooth® tækni sem leyfir tengingu við 1 tæki
- Stillingar eru talsettar þannig að hlífin endurtekur allt sem þú ert að gera
- Veitir vörn fyrir hávaða upp að 94-105 db
- Lætur vita þegar rafhlöður eru orðnar lágar í hleðslu
- Heyrnarhlífin slekkur á sér eftir 4 klst til að spara rafhlöðu
Til að skoða nánar er um að gera að skoða myndböndin sem eru hér að neðan, fróðlegar upplýsingar.