Bremsuhlutir
Bosch framleiðir alla bremsuhluti eftir ströngustu stöðlum og notar bestu fáanlegu hráefni í samræmi við staðla bílaframleiðenda. Bosch hefur framleitt bremsuhluti í bifreiðar í tæplega heila öld og er samstarfsaðili fjölda bifreiðaframleiðenda. Framleiðslugallar hjá Bosch eru afar fátíðir og því er sjaldgæft að endurtaka þurfi viðgerðir ef Bosch bremsuhlutir eru notaðir.
Bremsudiskar – Bremsuklossar – Bremsuborðar – Bremsudælur – Bremsuskálar
Öryggi í umferðinni er mikilvægast og þar skipta traustar bremsur mestu máli.
