DLA Agro Quick-Stick er bindiefni sem ætlað er í plöntuverndarvörur, ójónað dreifi- og viðloðunarefni sem nota má með fjölda plöntusæfiefna. Quick-Stick lækkar yfirborðsspennu í úðunarvökvanum. Þar með fæst betri dreifing vökvans á yfirborð blaða og aukin viðloðun. Quick-Stick ýtir þannig undir virkni, og getur tryggt betri árangur við óhagstæðari skilyrði til úðunar, t.d. þegar úðað er á vaxkennt yfirborð, sem vætist illa, eða á skordýr þakin vaxi svo sem kállús, þar sem úðunarvökvi hrekkur af að jafnaði.
Quick-Stick er m.a. notað sem bindiefni í Express SX, illgresiseyði frá DuPont.
Virkt efni: Alkóhól etoxýlat 90%
Skömmtun:
Ally . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .50 ml í 100 l vatns
(Notist aðeins með Ally í mjög þurru veðri)
Express SX . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 ml í 100 l vatns
Logran 20 WG . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .100 ml í 100 l vatns
Harmony – á korn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 ml í 100 l vatns
Harmony – á gras . . . . . . . . . . . . . . . . . .100 ml í 100 l vatns
Fusilade X-tra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .100 ml í 100 l vatns
Roundup og önnur glýfosfatefni . . . . . . 100 ml í 100 l vatns
Önnur verndarefni . . . . . . . . . . 25-100 ml í 100 l vatns
Quick-Stick skal aðeins nota með öðrum plöntuverndarefnum, þegar mælt er með notkun ójónaðra dreifi-/viðloðunarefna með viðkomandi efni. Fylgið leiðbeiningum þeirra efna. Notið ekki Quick-Stick á plöntur í gróðurhúsum eða á skrautjurtir útivið.
Quick-Stick skal bæta við í lokin þegar tankur er næstum fylltur.
Geymsla: Frostfrítt.