Loctite 3090 er tveggja þátta fjölnota hraðlím, fyllir í allt að 5mm glufur. Efnið tekur sig hratt og binst vel við margskonar yfirborð s.s. plast, gúmmí og málm. Límið er sérstaklega hannað til samsetnginar hluta með ójafnt yfirborð eða allt að 5mm glufu/gap og hentar því vel þar sem þörf er á að límið henti sem fylliefni líka. Loctite 3090 er gelkennt lím og lekur ekki sé það notað á lóðrétta fleti. Bindur sig mjög vel við gljúpa fleti s.s. timbur, pappír, leður og tauefni. Hentar mjög vel í skyndiviðgerðir. Loctite 3090 er mikið tekið í viðgerðir á GSM símum og margskonar plastefnum.
Pakkinn inniheldur 11 gr. af Loctite 3090 A B Epoxý lími ásamt 7 blöndunarstútum.
ATH! >>> Við mælum með því að eftir notkun að taka ekki blandarann af þar sem að límið gæti harðnað inn í túpuna og eyðilagt það, leyfið blandaranum að vera á túpunni þar til þú notar límið aftur og setjið þá nýjan blandara á.
Upplýsingar
- Litur: glært og það er lyktarlaust
- Binditími: 90 – 150 sekúndur
- Vinnuhitastig: -40°C upp í 80°C
- Mesta gap á milli flata < 5 mm