Interflon Fin Super er fjölnota, smurefni með mikla endingu sem hægt er að nota á allt sem þú þarft að smyrja innan- og utandyra. Fin Super hreinsar, smyr og ver, fjarlægir ryð og tæringu og losar fasta hluti. Fin Super smurefnið má nota á blauta hluti, efnið bindur sig við málma og skolast ekki auðveldlega af með vatni. Hentar mjög vel á saumvélar, keðjur, lása, lamir, einnig er Fin Super mjög mikið notuð á skotvopn vegna eiginleika þurrsmurningar ásamt því að hún hrindir bæði vatni og óhreinindum frá.
Fin Super er eins og komið hefur fram þurrsmurning og inniheldur MicPol.
Kostir Fin Super
- Frábærir smureiginleikar (þurrsmurning)
- Smýgur mjög vel
- Hrindir frá bleytu/raka
- Leysir ryð og útfellingu
- Skilur ekki eftir sig bletti og smitar ekki út frá sér