Interflon HD2 er koppafeiti sem að er sérstaklega álagsþolin og gerð fyrir ítrustu aðstæður, mikla bleyta og ryk. Interflon HD2 koppafeitin inniheldur MicPol® og hentar fyrir legur (kúlu og keflalegur), keðjur, víra og í flest allan iðnað, Interflon HD2 má einnig nota sem varnarefni gegn tæringu. Hentar á hitastigi frá -25°C upp í 160°C.
Við smurningu er gott er að fjarlægja fyrri feiti af með Fin Clean All, Metal Clean eða Degreaser EM56 til að hafa yfirborðið sem hreinast.
Vörunúmerið 9129 er 400 ml túba sem gerð er fyrir Lube Shuttle, þ.e.a.s. hún er með skrúfgangi til að skrúfa fastar í Lube Shuttle koppafeitissprauturnar.