Kito SOLAR öryggisgleraugun eru bæði rispu- og móðuvarin, þau leggjast vel að andliti og sitja vel. Kito öryggisgleraugun eru úr polycarbonate (pc) plastefni, með mjúku nefstykki úr PVC efni, innihalda enga málma og eru aðeins 24 gr að þyngd.
Við þrif á öryggisgleraugum úr polycarbonate (pc): Notið volgt vatn og sápu sem er hlutlaus (pH), notið alls ekki kornasápu eða sterk leysiefni, það eyðileggur linsurnar. Geymið öryggisgleraugu ávallt á þurrum og hreinum stað s.s. í gleraugnhulstri eða gleraugnapoka til þess að hlífa þeim við álagi og nuddi.
Uppfyllir eftirfarandi staðla
EN 166:2001
Ítarlegri upplýsingar eru í fylgiskjölum