Öryggishjálmur 3M G3501, hitaþolinn fyrir allt að +150°C og þolir meðal annars dropa af bráðnum málmi, hann kemur með stilliskrúfu í hnakkabandi sem auðveldar stillingu á hjálminum. Hann uppfyllir EN 50365:2002 fyrir vinnu við lágspennu rafmagns (ítarlegri upplýsingar í fylgiskjölum).
Hægt er að fá ýmiskonar hitaþolinn aukabúnað á hjálmana sem hægt er að sjá í tæknilýsingu og vörulista í fylgiskjölum. Meðal þess sem fæst er hitaþolin hálsvörn, andlitshlíf, yfirhlíf og svo hefðbundnir aukahlutir s.s. hökuól, svitaband, innfelld öryggisgleraugu, andlitshlífar, andlitsnet og heyrnarhlífar svo eitthvað sé nefnt.
Athugið! þegar öryggishjálmar fá á sig högg af einhverju tagi rýrir það öryggisgildi hjálmsins og þá er best að skipta honum út fyrir nýjan öryggishjálm.
Uppfyllir eftirfarandi staðla
- EN 397:2012+A1:2012
- EN 50365:2002
Ítarlegar upplýsingar má sjá í fylgiskjölum