IK FOAM Pro 2 + er kvoðukútur sem er gríðarlega öflugur, hægt er að nota hann í mismunandi efnavöru sem kemur með og án yfirborðs-varnarefna. Hægt er að dæla inn á hann lofti á tvennskonar máta, annarsvegar með því að handpumpa hann með handfanginu á toppi brúsans eða með þrýstilofti á þartilgerðum ventli. IK FOAM Pro 2 + úðakúturinn er með yfirálags-þrýstiventli sem hleypir út af honum þegar þrýstingur verður of mikill.
IK FOAM Pro 2+ hentar í bílaþrif, almenn þrif, sótthreinsun og á alla staði þar sem þörf er á kvoðhreinsun.
- Fylgdu ávallt leiðbeiningum frá framleiðanda efnanna sem þú notar.
- Helltu efninu í kvoðukútinn og settu þrýsting á hann.
https://youtu.be/-DYBlZ9Y0bs