IK e Multi Pro 12 er 18V rafhlöðudrifinn úðakútur. Mjög vandaður og sterkbyggður úðakútur sem hentar fyrir margvísleg verkefni s.s. við sótthreinsun og þrif, í byggingariðnaði, bílaiðnaði og margvíslegan annan iðnað, meindýravarnir, sóttvarnir og margt fleira.
Upplýsingar
- Úðakúturinn tekur (magn vökva): 8 lítrar (Heildarmagn 10 lítrar)
- Lengd úðabyssu: 47 cm.
- Lengd slöngu: 1,5 m.
- Dælir lítrum á mínútu: 0,5 l/mín.
- Mesti þrýstingur: 3 bör (ventill fyrir ofþrýsting, hleypir af við 3.5 bör)
- Notkunartími: allt að 3 klukkustundir
- Rafhlaða: 18V 2.6Ah (með gaumljósi fyrir stöðu)
- Hleðslutæki: 100/240V 50/60Hz
- Mesti hleðslutími: 4 klst.
Ítarlegri upplýsingar má sjá í fylgiskjölum.