Autosmart Mirror Image hágæða, háglans bílabón sem endurnýjar, hreinsar og skilur eftir bónhúð allt í einu. Mirror Image myndar endingargóða bónhúð og háglans gljáa án þess að skilja eftir ský á yfirborðinu. Fjarlægir einnig fínar rispur. Hentar fyrir allar gerðir af bílalakki. Mirror Image inniheldur sílikon.
Leiðbeiningar
Til að ná sem bestum árangri, notið efnið á hreint yfirborð og passið að það sé kalt viðkomu. Berið á í þunnu lagi í hringlaga hreyfingu með bónsvampi. Leyfið efninu að þorna og verða skýjað. Fjarlægið af yfirborðinu með góðum hreinum bónklút, nuddið vel með hringlaga hreyfingu. Autosmart Mirror Image má einnig nota með hefðbundum sem og hjámiðju bónvélum.