Elemonate er lyktareyðandi ensím hreinsiefni frá Walex sem ætlað er í niðurföll vaska og skolvatnstanka ferðabíla, rúta, báta en einnig má nota þessar töflur í uppvöskunarvélar, matarkvarnir, niðurföll í sturtum og baðkörum o.fl.. Hjálpar til við að halda lögnum sem og skynjarabúnaði í skolvatnstönkum (grey water tank) hreinum. Elemonate kemur í töfluformi sem leysist hratt og vel upp, leysir upp fitu, matarleyfar og eyðir ólykt. Elemonate er vistvænt og brotnar niður í náttúrunni.
Leiðbeiningar
- Leggðu 1 Elemonate töflu í niðurfallið í vaskinum
- Láttu leka á hana, hún leysist hratt upp.
- Elemonate leggst innanvert í lagnir og safntanka, Elemonate gefur frá sér mildan og góðan sítrusilm.
- Það er gott að láta þetta líka vera seinasta verk þegar verið er að ganga frá fyrir vetrargeymslu.
Ásamt því að vera lyktareyðandi þá hreinsar Elemonate lagnir sem og skynjarabúnaðinn sem er í safntankinum.