Odorite er lyktareyðandi hreinsiefni sem hentar í ýmis verkefni. Odorite vinnur á efnafræðilegan máta gegn óþef sem veldur fólki óþægindum. Odorite leysir einnig upp fitu og olíukennd óhreinindi á skjótan og áhrifaríkan hátt.
Odorite hentar mjög vel hreinsunar og niðurbrots á fitu til dæmis í niðurföllum, vatnslásum, vöskum o.fl.. Odorite hentar mjög vel til blöndunar og í þeim tilgangi að úða í ruslagáma, ruslageymslur, salerni, ferðasalerni (í vatnstankinn)sem og á ýmsa staði í skipum og bátum, hentar mjög vel til þess að þrífa og fituhreinsa yfirborðsfleti sem almennt þola bleytu s.s. veggi, gólf og fleira.
Odorite er mikið notað til að úða á og í ruslapressur bæði við hefðbundin þrif á þeim sem og til að halda niðri ólykt sem kann að myndast í þeim við notkun.
Sérstakir eiginleikar Odorite
Eyðir óþef – sem stafar af uppsöfnun fitu og sorpi. Efnið er mjög áhrifamikið við notkun í þvagskálum til þess að brjóta niður óupleysanleg prótínefnasambönd og kristölluð köfnunarefnissambönd úr þvagi, sem safnast fyrir í vatnslásum.
Fitueyðandi – Framúrskarandi fitueyðandi eiginleikar valda því að efnið ræðst gegn vandamálum sem stafa frá t.d. sorphirðu og geymslusvæðum, rotþróm, uppistöðulónum, skólpvatnsveitum og tengdri starfsemi.
Lyktarefni – Ilmefni hylur ekki aðeins óþef heldur ræðst með efnafræðilegum hætti gegn uppsprettu ólyktar með því að hindra efnaferli sem hafa í för með sér myndun ólyktar.
Ensím virkni – Efnið myndar upplausn, sem er í efnajafnvægi, þegar það er blandað vatni í réttum hlutföllum; úrgangsfroða og fitumyndun hverfur á nokkrum mínútum eftir að efnið er notað; lagnir, ræsi og síur/vatnslásar sýna áberandi breytingu til batnaðar við reglulega notkun.
Blöndunarleiðbeiningar:
- Venjuleg þrif: bætið 240 ml af Odorite í 10 lítra af vatni (fötu) og þrífið með moppu eða tusku og þrífið á venjubundinn máta.
- Gólf: Bætið 30-60 ml af Odorite í 10 lítra af vatni (fötu) og moppið gólfin upp úr blöndunni.
- Þvagskálar og salerni: 30-60 ml beint í þvagskálina tvisvar í viku og látið standa yfir nótt.
- Ruslagámar og ruslapressur: Blandið 1:25 í úðakút / þrýstikút og úðið blöndunni í og á gámana.
- Rotþrær: Blandið 4 lítrum af Odorite út í 16 lítra af vatni og hellið blöndunni út í rotþrónna, þessi blanda miðast við 2000 lítra rotþró.
- Fyrir mjög mikla ólykt: Notið Odorite óblandað og úði yfir svæði
- Þurrefnasalerni: Þynnið 1 lítra af Odorite til móts við 400 lítra af vatni.