K2 Klima Doktor A/C Cleaner er kvoðuhreinsiefni sem er sérstaklega gert til þess að þrífa loftstokka í miðstöðvarkerfi bíla að innanverðu. Klima Doktor A/C er úðað með langri slöngu ofan í loftstokkana og slangan dregin hægt upp þar til kvoðan sést þá er hætt að sprauta. Kvoðan hreinsar loftstokkan að innan, þetta virkar sérstaklega vel þar sem kominn er mikill óþefur úr lofstokkunum.
Klima Doktor A/C má nota á allar gerðir loftstokka. Skilur eftir sig góðan ilm.
Leiðbeiningar:
- Til að byrja með þarf að fjarlægið frjókornasíuna úr bílnum – Best er að skipta um og setja nýja að hreinsun lokinni því að ólykt og bakteríur sitja oft í síunni.
- Kveikið á miðstöðinni, stillið miðstöðina á útiloft og lágmarkshita. Slökkvið á miðstöðinni og loftkerfinu (A/C).
- Stingið röriinu ofan í miðstöðvarristina og sprautið, dragið rörið hægt upp þar til sést í kvoðuna (fjarlægið alla umframkvoðu ef hún kemur út).
- Eftir notkun, leyfið efninu að standa í loftstokkunum í 15 mínútur og setjið frjókornasíuna í.
- Ræsið bílinn og setjið miðstöðina í gang og loftræstið bílinn vel á eftir hreinsun.
Hér er myndband sem útskýrir þetta vel.