K2 Klima Fresh er mjög öflugur lyktareyðir fyrir loftstokka í bílum. Ferlið tekur 15 mínútur og hentar fyrir allar gerðir miðstöðva í bílum og það þarf ekki að fjarlægja frjókornasíu. Klima Fresh skilur eftir sig frísklega lykt í bílnum.
Leiðbeiningar:
- Kveikið á bílnum (hafið hann í gangi á meðan þessu stendur c.a. 15 mínútur)
- Stillið miðstöðina á inniloft – Miðlungshita – Blástur til fóta – Miðstöðin fullan kraft.
- Hristið brúsann.
- Ákveðið staðsetnginu á brúsanum áður en þið setjið hnappinn niður t.d. milli sætanna í glasabakkann eða ýtið framsætinu í fremstu stöðu og setjið brúsann aftan við framsætið á gólfið.
- Þrýstið niður hnappnum, hann festist niðri og brúsinn tæmir sig alveg.
- Allir gluggar og hurðar eiga að vera lokaðar á meðan þessu ferli stendur.
- Látið miðstöðina ganga í 15 mínútur.