Motip Air Fresher One Shot er lyktareyðir / lyktareyðandi sprey sem er mjög öflugt og áhrifaríkt efni í baráttu við ólykt. One Shot lyktareyðirinn virkar vel í stærri rými og er hraðvirkt og langvarandi, inniheldur mildan sítrusilm.
Leiðbeiningar
- Brúsinn á að vera við herbergishita við notkun eða 5-30°C.
- Hristið brúsann vel fyrir notkun.
- Lyktareyðing í hýbýlum: Úðið í nokkrum skotum í rýmið, ekki úða stanslaust (betra að nota minna og oftar ef þörf er á).
- Lyktareyðing í bílum: Úðið í motturnar og undir sæti.
- Látið lofta um rýmið eftir að efnið hefur verið notað.