Valvoline Airco Refresher er lyktareyðandi hreinsisprey sem ætlað er fyrir miðstöðvarkerfi og miðstöðvarstokka í bílum. Frískar upp loftgæðin í miðstöðvarkerfum fólksbifreiða og fleiri ökutækjum sem eru með miðstöðvarkerfi. Valvoline Airco Refresher er mjög einfalt í notkun.
Leiðbeiningar
- Settu bílinn í gang.
- Best er að taka frjókornasíuna úr bílnum og skipta henni út fyrir nýja frjókornasíu. Það festist ólykt í henni ef á annað borð hún er komin í bílinn.
- Stilltu miðstöðvarkerfið á inniloft.
- Stilltu hitann á lægstu stillingu.
- Settu miðstöðina á mesta blástur.
- Hristu brúsann mjög vel.
- Settu hann á mitt gólfið aftan við framsætin eða í glasahaldarann milli sætanna og smelltu hnappnum á brúsanum niður (hann festist niðri).
- Hafðu allar hurðar lokaðar í 15 – 20 mínútur.
- Þegar þessu er lokið opnið allar hurðar og loftið út.
Á myndböndunum hér að neðan má sjá hvernig þetta er gert.