PermaStripe gólfborðar og merki

Gólfborðar og merki sem eru á meðal slitsterkustu merkinga sem fást á gólf vöruhúsa og vinnustaða. Liturinn er gegnheill í borðanum og því þolir hann að rispast án þess að liturinn hverfi. Hægt er að fá PermaStripe bæði sem gólfborða og hann fæst í 50mm, 75mm eða 100mm breiðum rúllum ásamt ýmsum gerðum af merkjum.

PermaStripe er sérpöntunarvara og tekur 5 til 10 virka daga að fá hana til landsins. Heskins býður upp á sérskurð á borðum og merkjum sé þess óskað.

PermaStripe kermur í 10 litum og þar af eru 3 tvískiptir litir, gulur/svartur, rauður/hvítur og svartur/hvítur. PermaStripe merkin (form) fást í mörgum útfærslum og koma þau einnig í 10 litum

Í vörulistanum sem hægt er að sjá með því að smella á hnappinn hér að neðan má sjá úrval vöruhúsamerkinga frá Heskins, liti og form.

Skoða vörulista fyrir Heskins gólfmerkingar Skoða PermaStripe á vefsíðu Heskins

Engin vara fannst sem passar við valið - Sendu okkur fyrirspurn ef þú finnur ekki það sem þú leitar að.