Sýni 1–16 af 29 niðurstöðum

Hálkuborðar

Við bjóðum úrval af límdum hálkuborðum frá Heskins. Hálkuborðarnir fást með og án svarfefna og eru mjög slitsterkir og þola talsvert álag af völdum vætu og veðri. Það þarf þó að passa að undirlagið sem borðarnir límast á sé þurrt og fituhreinsað. Ef að þeir eru settir á gljúpt yfirborð þarf að setja grunn undir hálkuborðana t.d. á timbur og grófa steypu.

Lengdir: Það eru 18,3 metrar af hálkuborða á rúllu

Breidd (staðlaðar breiddir á lager): 25 mm, 50 mm, 75 mm, 100 mm og 150 mm (það er hægt að fá hálkuborðana breiðari í sérpöntun)

Grófleiki: Hægt er að fá hálkuborðana í “Standard” sem er minnsti grófleiki, “Grófa” og “Extra grófa” sem er mesti grófleiki.

Litamöguleikar: Svartur, Rauður, Gulur, Blár, Grænn, Grár, Brúnn, Hvítur, Glær, Flúr-gulur, Svartur/Gulur (Hazard), Rauður/Hvítur (Varúðar), Appelsínugulur.

Athugið! ekki er hægt að fá allar gerðir grófleika í litum. Mesta úrval lita er í Standard (fínkorna)

Form, Heskins býður einnig upp á hálkuborða í kassa- og hringlaga formum.

Einnig bjóðum við hálkuborða frá Heskins sem eru með gúmmíkenndu yfirborði sem þægilegt er að labba á, einnig hálkuborða sem henta í votrými s.s. eldhús, þvottahús og baðrými og sturtur.

Úrvalið frá Heskins er mjög mikið og þeir bjóða einnig margskonar sérlausnir sem eru sérpöntunarvara sem tekur 5 til 10 virka daga að fá til landsins. Hér fyrir neðan getur þú skoðað vörulista yfir Safety-Grip hálkuborðana. Hægt er að sjá meira á vefsíðu Heskins www.heskins.com.

Vörulisti Safety-Grip hálkuborðar