Kalk og kísilhreinsir er sérhæft hreinsiefni sem ætlað er til að leysa upp kalk- og kísilleyfar sem safnast upp meðal annars á vöskum, baðkörum, sturtuklefum, flísum, sund- og baðlaugum og fleiri stöðum. Einnig er hægt að nota efnið til að hreinsa útfellingar (skelmyndun) í uppvöskunarvélum, þvottavélum og kaffivélum. Á íslandi er meira um kísilsöfnun frekar en kalksöfnun á leiðslum og tækjum. Kalk- og kísilhreinsirinn hefur verið í prófunum hér á landi og gefist mjög vel í baðlaugum og á blöndunartækjum o.fl. stöðum.
Leiðbeiningar
Kalk og kíslihreinsirinn er í duftformi 1,5 kg í brúsanum, efnið blandast 1/2 dl af dufti út í 1 líter af vatni.
Til að nota efnið er best að setja efnið í úðabrúsa og úða yfir flötinn sem á að hreinsa. Bíða í 2-5 mínútur og gott er að nudda létt með pottasvampi. Skolið úðabrúsann vel að notkun lokinni.
pH gildi: 1,3 í 30% blöndu þannig að Kalk og kísilhreinsirinn er súrt hreinsiefni (sýra).
Hér má sjá hreinsun á lögn í baðlaug.