Hreinsiefni fyrir sótagnasíur (DPF) í úðabrúsa. Sótagnasíur eru í flestum bílum í dag, nema þeim elstu. Margir nýir bílar búa yfir svokallaðri Start/Stop tækni sem drepur á bílnum á ljósum o.þ.h. við þetta sótast síur og skynjarabúnaður fyrr en ella. DPF hreinsirinn hjálpar við að hreinsa uppsafnaðar sót- og öskuagnir.
Leiðbeiningar
(Athugið að DPF Cleaner er ætlað fyrir fagmenn, vél- og bifvélavirkja.)
- Vélin á að vera undir 50°C hita, ef hún er í aksturshita leyfið henni að kólna
- Fjarlægið hita eða þrýstiskynkjara úr
- Hristið brúsann vel, setjið meðfylgjandi rör/slöngu inn í gegnum gatið sem skynjarinn sat í
- Tæmið allan brúsann í eina síu í 3-4 skotum og leyfið DPF hreinsiefninu að standa í 5-10 sekúndur milli skota
- Ræsið vélina og látið ganga í 15 mínútur og akið svo í 30 mínútur. Við aksturinn gæti myndast gufa úr útblástursröri en það er alveg eðlilegt.