K2 Roton Pro er gríðarlega öflugur felguhreinsir, gengur stundum undir nafninu járnhreinsir eða blæðandi felguhreinsir. Sérstaklega þróuð gelkennd efnablanda til að vinna vel á erfiðum óhreinindum af álfelgum, krómfelgum og máluðum felgum. Roton Pro er þykk blanda sem situr vel á yfirborðinu, smýgur inn í óhreinindin og leysir þau upp, fjarlægir m.a. sót, bremsuryk, tjöru og önnur vegaóhreinindi.
Leiðbeiningar:
- Best er að skola allt lauslegt af felgunum.
- Úðið Roton PRO felguhreinsinum á felgurnarog látið standa í 3-4 mínútur.
- Efnið skiptir um lit og verður dökkrautt (bleeding wheels), þegar sá litur er kominn á felgurnar má skola efnið af.
- Best er notast við háþrýstidælu við að skola.
- Endurtakið ferlið ef þörf þykir.