Roton felguhreinsirinn frá K2 er mjög öflugur og er svokallaður blæðandi felguhreinsir / járnhreinsir sem verður rauður þegar hann leysir upp óhreinindin. K2 Roton felguhreinsirinn hentar á allar gerðir af felgum stálfelgur, álfelgur og krómfelgur. Roton smýgur inn í óhreinindin og leysir þau upp, fjarlægir m.a. sót, bremsuryk, tjöru og önnur vegaóhreinindi.
Notkun:
Úðið Roton yfir felgurnar og látið standa, efnið skiptir um lit og verður dökkrautt (bleeding wheels), þegar sá litur er kominn á felgurnar má skola efnið af og best er notast við háþrýstidælu.