K2 Akra er mjög öflugt efni til að þrífa vélar og aðra mjög skítuga fleti. Virkar vel á smurolíu, feiti og aðra vélarvökva og óhreinindi. Má einnig nota á verkfæri, ýmsar vélar og gólffleti. K2 Akra er vænt á plast, gúmmí og lakkaða fleti.
Leiðbeiningar
Vélarþvottur
- Passið að vélarhlutar sem á að þrífa séu kaldir.
- Verjið rafmagnshluti og tengi.
- Úðið vel af K2 Akra hreinsiefninu yfir þá hluti sem á að þrífa.
- Látið standa í 30-45 sekúndur.
- Hreinsið vel með vatni, helst með háþrýstidælu.
- Endurtakið ferlið ef að vélarhlutar eru mjög óhreinir og burstið ef möguleiki er á því.
Verkfæri
- Leggið verkfærin í bleyti í K2 Akra í nokkrar mínútur/klukkustundir (fer eftir óhreinindum).
- K2 Akra má einnig nota í partaþvottavélar
Athugið!
- Notið alls ekki á heita fleta svo sem heitar vélar.
- Látið efnið ekki þorna á yfirborðinu, ef það gerist berið K2 Akra aftur yfir svæðið og hreinsið með vatni.
Ítarlegri upplýsingar í fylgiskjölum