Nautilus er frábært alhliða olíu, fitu og sóthreinsir. Hentar mjög vel í partaþvottavélar til þrifa á vélarhlutum og pörtum, stórum flutningabifreiðum, farmkössum vöruflutningabifreiða, gámum, skipum og er frábært til þess að þrífa verkstæðisgólf. Nautilus hefur einnig verið mikið notað í gólfþvottavélar, partaþvottavélar sem og til að þrífa vinnugalla og sót, sótleifar og ýmisleg önnur iðnaðarþrif.
Nautilus er óblandað og er ætlað til blöndunar á móti vatni.
Blöndunarleiðbeiningar (Blöndun miðað við 10 lítra af vatni:)
- Venjubundin þrif: 1-3 dl. (1-3% blöndun)
- Gólfþvottur: 2 dl. (2%)
- Vélaþvottastöðvar og vélaþvottur:
- Hitastig 60°C – 90°C: 1-2 dl. (1-2%)
- Hitastig 0°C – 60°C: 500 ml (5%)
- Háþrýstidælur: Notist við skammtara í dælunni
- Hentug blanda á Nautilus er 10% á móti 90% vatns en ef að um mikil og erfið óhreinindi er að ræða þá er hægt að styrkja blönduna og vera með Nautilus 20% á móti 80% vatns , alls ekki á að nota Nautilus óblandað þar sem virknin nánast engin þannig.
pH gildi:
- 100% (Óblandað) u.þ.b. pH13
- Miðað við 10% blöndun pH 12,5
Leiðbeiningar um notkun:
Berist á með bursta, svamp eða kúst, leyfið efninu að standa í 1-5 mínútur (fer eftir óhreinindum). Skolið mjög vel með vatni, helst háþrýstidælu.
Ítarlegri upplýsingar má sjá í fylgiskjölum