GC018 er hleðslu- / tengisnúra sem er 60cm löng. Snúrunni er hægt að koma fyrir á pólum rafgeymis til að auðvelda aðgengi að 12V rafmagni. Snúran kemur með 10mm kapalskóm sem gætu þá skrúfast á pólana og á hinum endanum er 12V innstunga eins og almennt er innan í bílum. Á snúrunni er 10A stunguöryggi. Tengillinn á enda snúrunnar er mjög vel varinn og hægt er að loka honum til að verja hann frekar.
Það er hægt að stinga margskonar tækjum í samband við svona tengla, s.s. dekkjapumpum, kæliboxum og mörgum öðrum tækjum sem notast við 12V rafmagn. Þetta er meðal annars frábær aukamöguleiki að 12V rafmagni fyrir þá sem ferðast mikið.
Ítarlegri upplýsingar um GC018 má sjá í fylgiskjölum