GRÆNN vistvænn tjöruhreinsir, okkar svar til þeirra sem vilja þrífa bílinn sinn og vera um leið eins vistvænir og hægt er að vera í svona efnum. GRÆNN virkar mjög vel á tjöru, salt sem og önnur vegaóhreinindi. Skilur ekki eftir sig neina filmu, fitubrák eða strikamyndun.
Leiðbeiningar
Skolið öll lausleg óhreinindi af bílnum og leyfið mesta vatninu að leka af.
Úðið tjöruhreinsinum yfir og látið standa í nokkrar mínútur.
Ef að þörf er að bursta skal gera það með mjúkum bílakústi, athugið að slíkt getur rispað ef óhreinindi eru mjög mikil á bílnum.
Skolið af með smúlbyssu eða háþrýstidælu.
Ef að þörf þykir, endurtakið ferlið.