K2 Color Flex lakkið er fljótandi gúmmí / gúmmíhúð í spreybrúsa. Color Flex má nota til að breyta um lit á t.d. felgum eða öðrum pörtum á bíl og að sjálfsögðu mörgum öðrum hlutum. Color Flex gúmmíhúðin er teygjanleg og myndar endingargóða filmu og hentar mjög vel til þess að verja yfirborð gegn rispum, óhreinindum, raka, ýmsum efnum s.s. þynntum sýrum, ryði, olíu og feiti. Má nota í hitastigi frá -30°C upp í +90°C. Sérstaklega ætlað á lakkaða hluti, stál eða álfelgur, stuðara og svo einnig á timbur, málma, gler, plast og margskonar önnur yfirborð.
Auðvelt er að fjarlægja filmuna af með þvít að fletta henni upp og toga hana af fletinum. Sjá myndband hér að neðan til frekari fróðleiks.
Leiðbeiningar almennt fyrir lökkun:
- Hreinsið mjög vel það sem á að lakka svo það sé laust við vax, olíu og fitu.
- Verjið umhverfið í kring svo lakk setjist ekki á þá fleti.
- Hristið spreybrúsa alltaf fyrir notkun í c.a. 2-3 mínútur, þetta er gert til þess að ná góðri blöndun á innihaldsefnum.
- Úðið úr 20-30 cm fjarlægð (Athugið: gott er að byrja á því að sprauta á lítt sjáanlegan stað eða pappaspjald fyrst, það getur komið þykkari úði í upphafi).
- Úðið í 3 til 5 þunnum lögum með c.a. 1 til 5 mínútna millibili, ekki úða þykku lagi.
- Hreinsið spíssinn á úðabrúsanum með því að snúa honum á hvolf og sprauta þar til sést munur á úðanum, einnig er gott að strjúka af spíssinum svo að hann stíflist ekki.
- Á hornum og köntum er gott að vera með örlítið þykkara lag upp á það að filman rifni ekki frá þar þegar verið er að fjarlægja hana.
- Þurrktími:
Snertiþurrt: 10 mínútur
Rykþurrt: 30 mínútur
Full harka: 2 klukkustundir