K2 Brake Caliper Paint er hitaþolið lakk sem er ætlað til notkunar á bremsudælur. lakkið er í spreybrúsa og er með glansandi áferð og er ætlað fyrir bremsudælur. K2 Brake Caliper Paint spreylakkið er með hitaþol allt að 260°C, en ásamt því að vera fyrir bremsudælur má nota það á margt annað þar sem þörf er á hitaþolnu lakki, lakkið er mjög slitsterkt og efnaþolið.
Leiðbeiningar fyrir lökkun á bremsudælum:
- Hægt að nota á bremsudælur samsettar eða sundurteknar.
- Pússið yfir dælurnar með sandpappír í grófleika 260P – 360P fyrir lökkun.
- Fituhreinsið yfirborðið vel t.d. með bremsuhreinsi t.d. K2 Brake Cleaner og þurrkið.
- Verjið það sem á ekki að lakka (pakkið inn og setjið málningarlímband).
- Hristið brúsann mjög vel fyrir notkun í að minnsta kosti 2 mínútur.
- Setjið 2-3 umferðir úr c.a. 20 til 30cm fjarlægð með 10 mínútna millibili, þynnri umferðir og oftar er betra en að setja þykkt lag. Best er að byrja á því að sprauta á pappaspjald til að byrja með því að það getur komið örlítið þykkara lag í fyrsta úða.
- Lakkið ekki slöngur, tilfærslur og færanlega hluta á bremsudælunum.
Hreinsið spíssinn á úðabrúsanum með því að snúa honum á hvolf og sprauta þar til sést munur á úðanum, einnig er gott að strjúka af spíssinum svo að hann stíflist ekki.
Þurrktími:
- Snerrtiþurrt: 10 mínútur
- Rykþurrt: 30 mínútur
- Full harka: 12 klst miðað við 20°C hitastig.