Uppsogsmottur sem koma á rúllu, hver motta er götuð á annarri hliðinni til að auka uppsogsgetu hennar, hin hlið mottunar er sérstaklega styrkt til að halda við vökvann sem í hana kemur. Uppsogsmotturnar á rúllu henta meðal annars í stóra hand-þurrkustanda (iðnaðar-þurrkustanda) til að auka þægindi við notkun þeirra.
Rúllurnar eru seldar í stykkjatali
Upplýsingar
- Ætlað fyrir: Alhliða notkun, dregur í sig bæði olíuvökva sem og vatn og vatnsblandaða vökva – Universal / Maintenance
- Breidd rúllu: 50 cm
- Lengd rúllu: 40 mtr
- Uppsogsgeta: 80 lítrar fyrir rúlluna
Uppsogsmottur og uppsogspulsur eru til þess ætlaðar að sjúga í sig vökva af einhverju tagi sem niður hefur farið t.d. í slysum eða vegna bilaðra véla og búnaðar. Hægt er að fá þessar uppsogsvörur í 3 mismunandi gerðum sem hver og ein er oft tengd litnum sem hver og einn stendur fyrir gerð vökva sem þeir taka í sig.
- Hvítur er “Oil Only” og er eingöngu fyrir olíur hægt að leggja þessar mottur í vatn og þær draga bara olíuna í sig.
- Grár er “Maintainance / Universal” og hentar fyrir ýmsa vökva, olíur, vatn og vatnsblandaða vökva.
- Gulur (Bleikur) er ætlaður er fyrir efnavöru s.s. sýrur, basa og þess háttar vökva.
ATH! Þegar uppsogsmottur eða uppsogspulsur eru orðnar vökvafylltar er þeim fargað í heilu lagi samkvæmt gildandi reglugerðum.