Uppsogspulsur henta vel í nágrenni við sjó og vötn þegar sjúga á upp olíu sem hefur farið niður sem og á öllum iðnaðar- og vinnusvæðum. Uppsogspulsuna má nota bæði á sjó/vatni og á landi. Hún sekkur ekki, jafnvel þó hún sé orðin mettuð. Hentar sem varúðarráðstöfun í miðlungs- sem og til lengri tíma. Hægt er að skeyta saman nokkrum uppsogspulsum, ryðfríir hringir og klemmur eru til sitthvorra endana og er þeim smellt saman.
Uppsogspulsan er seld í stykkjatali en það eru 2 stk í pakkningu.
- Litur: hvítur – Bara fyrir olíu (Oil only)
- Stærð:
- Þvermál Ø: 20cm
- Lengd: 5 metrar
- Uppsogsgeta: 125 lítrar pr. 1 stk uppsogspulsu (250 lítrar á 2 stk. pakkninguna)
Uppsogsmottur og uppsogspulsur eru til þess ætlaðar að sjúga í sig vökva af einhverju tagi sem niður hefur farið t.d. í slysum eða vegna bilaðra véla og búnaðar. Hægt er að fá þessar uppsogsvörur í 3 mismunandi gerðum sem hver og ein er oft tengd litnum sem hver og einn stendur fyrir gerð vökva sem þeir taka í sig.
- Hvítur er “Oil Only” og er eingöngu fyrir olíur hægt að leggja þessar mottur í vatn og þær draga bara olíuna í sig.
- Grár er “Maintainance / Universal” og hentar fyrir ýmsa vökva, olíur, vatn og vatnsblandaða vökva.
- Gulur (Bleikur) er ætlaður er fyrir efnavöru s.s. sýrur, basa og þess háttar vökva.
ATH! Þegar uppsogsmottur eða uppsogspulsur eru orðnar vökvafylltar er þeim fargað í heilu lagi samkvæmt gildandi reglugerðum.