Interflon Food Grease 1 er öflug fjölnota feiti sem inniheldur MicPol® (örmalað og rafskautað Teflon) og er ætluð til noktunar í matvælaiðnaði. Hentar sérlega vel sem smurefni fyrir vélar til matvælavinnslu við erfiðar aðstæður. Veitir framúrskarandi vernd gegn sliti, ryði og tæringu og er næginlega endingargóð til að tryggja áfallalausa virkni á svæðumþar sem vatnsþvottur er tíður.
Feitin gerir kleiftað nota búnaðinn lengur án viðhalds sem sparar fjármuni og minnkar notkuna á smurefnum og orku. Vottað af NSF® (flokkur H1) til notkunar þar sem möguleiki er á tilfallandi snertingu við matvæli eða lyf.
Notkunarmöguleikar:
Þróað fyrir fjölbreytta álagsnotkun við allar þær aðstæður sem vinnsla eða framleiðsla matvæla og drykkjavara fer fram, sem og í öðrum iðnaði. Meðal notkunarmöguleika er smurning hæggengra til meðalhraðvirkra lega, skafta keðja, rennifalsa og tannhjóla í vélum til matvælavinnslu og vefnaðariðnaðar.
Notkunarleiðbeiningar:
Mælt er með að fyrri smurefni séu þvegin eða hreinsuð af öllum hlutumaður en notkun hefst, svo virknin sé með besta móti.