IK Multi úðakútarnir eru sterkbyggðir og vandaðir úðakútar sem eru allir úr plasti. IK Multi eru þolnir gegn ýmsum sýrum og leysiefnum sem og mörgum öðrum efnum sem eru notuð víða í iðnaði s.s. bílaiðnaði og þrifum. IK Multi úðakúturinn er með gott áfyllingargat, kúturinn er glærleitur og með mælistiku svo að magnið sést. Stillanlegur spíss.
Þú getur séð yfirlit yfir efnaþol IK úðakútanna í fylgiskjölum.








Meðferð úðakúta, til þess að úðakútar (óháð tegund) endist sem lengst er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:
- Eftir hverja notkun skal tæma loft úr kútnum ásamt öllum vökva.
- Ef að stúturinn verður stíflaður, takið hann úr og hreinsið með vatni, ekki nota málmáhöld við losun stíflunnar.
- Ef að ekki er sérstakur lofttæmiventill, þá er einfaldast að snúa kútnum á hvolf og lofttæma með úðagikknum.
- Athugið! Aldrei skal skrúfa toppinn af úðakútinum með þrýstinginn á, oft er mikill loftþrýstingur á kútunum og getur slys hlotist af því.
- Skolið brúsan vel með heitu eða volgu vatni ásamt því að skola gúmmífóðringar og pakkningar, þannig lengist líftími til muna.
- Úðakúta skal geyma innadyra í þurru lofti og helst í hita, yfir vetrartímann (t.d. í upphituðum geymslum) því slöngur og fóðringar þorna upp og harðna ef að kútar eru geymdir í köldu umhverfi.