Við bjóðum eftirfarandi bílavarahluti frá Bosch

Tímareimar og tímareimasett

Bosch framleiðir tímareimar og tímareimasett með og án vatnsdæla í flestar gerðir ökutækja. Það er algengt að það þurfi að skipta um tímareim á c.a. 120-160 þúsund kílómetra fresti, þó getur það verið mismunandi og alltaf gott að leita til umboðsaðila eða fletta því upp í handbók bílsins. Þú getur fengið Bosch tímareimar stakar, tímareimasett og svo tímareimasett með vatnsdælu hjá Kemi. 

Þegar verið er að skoða varahluti sem skipta jafn miklu máli og tímareimar þá skiptir miklu máli að velja vandaða varahluti, það munar ekki miklu í verði að velja vandaða varahluti en bara eitthvað merki en það munar gríðarlega miklu í endingu varahlutanna. Bosch varahlutina þekkja margir og vita að þar eru bæði gæði og góða ending.

Tímareimar - Tímareimasett frá Bosch (verkstæðismynd)

Tímareimasett með vatnsdælu

Bosch framleiðir tímareimasett sem innihalda líka vatnsdælu. Það borgar sig þegar farið er í þessa aðgerð að skipta um allt þar af leiðandi vatnsdæluna líka, það er lítill viðbótarkostnaður í svona aðgerð. Við hvetjum alla til að velja gott viðurkennt verskstæði til að sinna viðhaldi á bílnum því með gæða varahlutum og vönduðum vinnubrögðum færð þú lengri endingu á bílinn þinn.

Vilt þú frekari upplýsingar, hafðu samband við okkur í síma 415 4000 eða á fyrirspurnarforminu hér að neðan.

Sendu okkur fyrirspurn

Á forminu hér að neðan getur þú sent okkur fyrirspurn varðandi þá varahluti frá Bosch sem þig vantar. Við svörum þér eins fljótt og auðið er.

Athugið að þeir varahlutir sem eru ekki til á lager hér hjá okkur taka einungis 2-3 virka daga að berast okkur.

 

  Þú getur hringt beint í síma 415 4000

  Við bjóðum eftirfarandi bílavarahluti frá Bosch

  Olíusíur

  Alternatorar

  Spíssar

  Loftsíur

  Startarar

  Stýrisvélar

  Kerti

  Tímareimar og sett

  Olíuverk

  Rúðuþurrkur

  Rafgeymar

  Skynjarar

  Og að sjálfsögðu margar fleiri vörur frá bosch…