Kemi ehf er Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Kemi ehf Framúrskarandi Fyrirtæki 2022

Kemi ehf hefur hlotið viðurkenninguna “Framúrskarandi fyrirtæki” árið 2022, við höfum setið á þessum lista hjá CreditInfo síðan 2011.

Við hjá Kemi erum stolt af þessarri viðurkenningu sem og af okkar frábæra starfsfólki sem að hefur lagt sig fram við að sinna bæði fyrirtækinu og öllum okkar frábæru viðskiptavinum öll þessi ár.

Einungis 2% fyrirtækja á Íslandi komast á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki og því erum við afar stolt að hafa náð þessum árangri sem er samþætting á góðum og metnaðarfullum hópi starfsfólks og sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Í 13 ár hefur CreditInfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.

Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.