Uppsogs og spillivarnarvörur

Ert þú tilbúin/nn og veist þú hvernig þú átt að nota uppsogsvörur ef að lekaslys verður?

Hvaða efni eru á þínum vinnustað?

Til að ná utan um leka er nauðsynlegt að vera með það á hreinu hvaða efni er verið að nota. Hvort um er að ræða vatnsblönduð efni, sápur, olíuvörur eða mjög hættulega efnavöru. Til að bregaðst við slysum þá verður viðkomandi starfsmaður að hafa þekkingu á því hvaða uppsogsvara hentar best í hverjum aðstæðum. Það má líka benda á að slík þekking hjá starfsmönnum getur líka forðað slysum á fólki.

Af hverju eru uppsogsvörur í mismunandi litum?

Liturinn á uppsogsvörunni stendur fyrir virkni vörunnar. Einnig má hugsa sér að ástæðan sé sú að fólk er almennt fljótara lesa litina en að lesa texta sem er utan á umbúðum. Litir eru því einföld, fljótleg og umfram allt hraðvirk leið til að bregaðst við mengunarslysum. Að sjálfsögðu er þetta að því gefnu að fólk hafi fengið viðhlítandi fræðslu um uppsogsvörur, hvað þær gera og hvernig þær virka.

Það skiptir öllu máli að vera með réttu uppsogsvörurnar tilbúnar á vinnusvæðinu ef að slys verður. Það er hægt að fá svokölluð Uppsogssett sem innihalda allt sem þarf til að bregðast við slysi.

Ef að þú ert í vafa með hvað þú átt að vera með þá ekki hika við að hafa samband við sölumann Kemi í síma 415 4000 eða senda okkur tölvupóst á kemi@kemi.is til að nálgast réttar upplýsingar.

Grár / dökkgrár

Alhliða vökvar – Universal

Til notkunar þar sem ýmislegir vökvar hafa farið niður, sápur og olíukenndir vökvar sem og önnur mild efnavara, athugið að vörur með þessum lit draga líka í sig vatn.

Hvítur

Olíuvökvar – Oil Only

Til notkunar þar sem olíuvara hefur farið niður, sýgur í sig allar gerðir af olíukenndum vökvum bæði á landi og í vatni, dregur ekki í sig vatn. Hentar mjög vel þar sem efni hafa farið í vatn.

Gulur / Bleikur

Efnavara – Chemical

Til notkunar þar sem hættuleg efnavara hefur farið niður s.s. fljótandi sýrur eða alkalísk efni. Gulur litur auðkennir hættuna á efnavörunni.

Uppsogsmottur

Henta í margvísleg verkefni, allt frá viðhaldsverkefnum þar sem verið er að passa upp á leka úr vélum og vélbúnaði eða t.d. á meðan viðgerð stendur yfir í það að sjúga upp eftir að lekaslys hefur orðið.

Uppsogsmotturnar fást fyrir allar gerðir vökva og bæði sem stakar mottur og á rúllum líka sem hægt er að setja á þurrkustand til að hafa á vinnustaðnum.


UPPSOGSPULSUR

Fást í margskonar stærðum og henta til dæmis til að afmarka af svæði þar sem leka hefur orðið vart. Hægt er að smella stærri uppsogspulsunum saman með smellulásum til að ná yfir lengra svæði.

Uppsogspulsurnar fást fyrir allar gerðir vökva. Hægt er að tengja þær saman til endanna til að ná yfir stærra svæði.


uppsogssett

Uppsogssett innihalda allt það sem þú þarft til að bregðast við lekaslysum, settin fást í mismunandi stærðum og miða við magn vökva sem þarf að þurrka upp.

Uppsogssettin fást í öllum litum fyrir allar gerðir vökva, grá (alhliða), hvít (bara olía) og gul (efnavara).