Plum Eyewash Plug & Heat Box er sérhannaður hitakassi sem heldur augnskolalausnum við stöðugt og öruggt hitastig, jafnvel við mjög lágan umhverfishita. Þessi lausn tryggir að augnskolaflöskur séu ætíð tilbúnar til notkunar í neyðartilvikum, án hættu á að þær séu of kaldar til notkunar eða frjósi. Hentar fyrir 2 stykki augnskolflöskur 200ml eða 500ml.
Plum Eyewash Plug & Heat Box hentar sérstaklega vel fyrir vinnuumhverfi þar sem hitastig getur farið niður fyrir frostmark, svo sem:
- Utandyra í iðnaðarumhverfi
- Vöruhús og verkstæði án upphitunar
- Kælikerfi og frystigeymslur
Helstu eiginleikar
- Hitar og viðheldur hitastigi: Tryggir að skolaflöskur haldist á um það bil 20 °C, jafnvel við allt að -25 °C umhverfishita.
- Einfalt í uppsetningu og notkun: Boxið er veggfest og tengist með með innstungu (230V).
- Öryggi og aðgengi: Tryggir að augnskol sé ávallt við rétt hitastig fyrir örugga og áhrifaríka skolun.
- Rafmagnshitun: Útbúið hitastýringu og einangrun sem heldur jöfnu hitastigi án ofhitnunar.
- Samhæfni: Passar fyrir Plum augnskolastöðvar með allt að tveimur 500 ml flöskum eða einni 1000 ml flösku.
Tæknilegar upplýsingar
- Rafmagn: 230V / 50Hz, 25W
- Hitastig: U.þ.b. 20 °C inni í boxinu (allt að -25 °C að utan)
- Efni: ABS plast með einangrun
- Mál (u.þ.b.): 29 × 23 × 12 cm
- Veggfesting: Já, meðfylgjandi festingar