Nóróveirusýking og umgangspestir

Hvað er Nóróveira?

Nóróveira er flokkur skyldra veira sem valda sýkingu í smágirni (þarmasýking), Nóróveira er bráðsmitandi og berst mjög auðveldlega manna á milli og hægt er að sýkjast oftar en einu sinni af hennar völdum. Sýkingin kemur oftst í hrinum og algengustu einkenni eru uppköst og/eða niðurgangur, og er meðgöngutími sýkingar þ.e. tími frá smiti til einkenna einn til tveir sólahringar.

Reglulega heyrum við í fjölmiðlum af því að vinnustöðum hafi verið lokað í heild eða að hluta til vegna Nóróveirusýkingar. Algengast er að við heyrum um Nóróveirusýkingar á dvalarheimilum, leikskólum og skólum, hótelum og gististöðum en eftir að smit kemur upp er hún snögg að dreifa sér og berst talsvert hratt. Sýkingin veldur yfirleitt meiri einkennum hjá þeim sem eru veikir fyrir.

Nóróveirusýkingar er ekki hægt að útiloka en það er möguleiki á því að takmarka smit með því að sótthreinsa þar sem sýkingar og smit hafa komið upp.

Einkenni Nóróveirusýkingar

Algeng einkenni

 • Kviðverkir
 • Ógleði
 • Uppköst
 • Niðurgangur

Önnur einkenni

 • Hiti
 • Hrollur
 • Höfuðverkur
 • Vöðvaverkir
 • Þreyta

Smitleiðir

Nóróveiran þarf að berast í meltingarveginn til að valda sýkingu. Hún fer úr umhverfinu í munninn, oftast með höndum eða menguðum matvælum eða áhöldum.

Veirurnar eru mjög smitandi því að örfáar veirur geta valdið sýkingu. Þeir sem smitast verða smitandi þegar þeir fá einkenni og eru smitandi þar til nokkrum dögum eftir að einkenni hverfa og jafnvel lengur í stöku tilfellum.

Hvorki er til bóluefni til að fyrirbyggja sjúkdóminn né lyf til að lækna þá sem veikjast.

Nóróveirur dreifast fljótt á milli manna í afmörkuðu rými t.d. á hjúkrunarheimilum, leikskólum, skólum og skemmtiferðaskipum.
Nóróveirur eru taldar ein helsta ástæða matarsýkinga.

Algengar smitleiðir:

 • Neysla matar eða drykkja sem eru mengaðir nóróveirum.
 • Snerta yfirborð eða hluti sem eru með nóróveirur og setja síðan fingurna í
  munninn.
 • Vera í beinni snertingu við einstakling með nóróveirusýkingu, t.d. við að annast
  veika eða neyta matvæla með sameiginlegum áhöldum.

Hvað get ég gert?

Verndaðu þig og aðra gegn Nóróveirum með því að fylgja eftirtöldum ráðum:

 • Þvoðu hendurnar vel með vatni og sápu, sérstaklega eftir salernisferðir sem og eftir bleiuskipti.
 • Notaðu sótthreinsandi handgel eða handspritt ATH! slík efni fækka sýklum á höndum en koma ekki í stað handþvottar.
 • Hreinsaðu allt í eldhúsinu vel og vandlega áður en meðferð matvæla hefst, einnig má benda á ytra byrði grænmetis og ávaxta er yfirleitt handleikið af fólki beint í verslunum, þrífðu það vel fyrir notkun.
 • Hreinsaðu/sótthreinsaðu alla yfirborðsfleti og snertifleti (sjá nánar hér að neðan)
 • Fatnaður og rúmfatnaður sem kann að hafa mengast af völdum uppkasta eða niðurgangs ber að taka strax og setja í þvott með þvottaefni á hæsta mögulega hitastigi sem tauið þolir.

Takmarkaðu smit

Rely+On™ Virkon™ er breiðvirkt víruseyðandi sótthreinsiefni og er eitt það öflugasta í heiminum í dag. Rely+On™ Virkon™ kemur í töfluformi og er tilbúið til upplausnar í kranavatni. Hver tafla er 5 grömm og fer út í 500 ml af vatni og verður upplausnin bleik að lit sem verður virk innan 5 mínútna, blandan helst stöðug í 5 daga. Til þess að þrífa yfirborðsfleti er gott er að blanda í úðabrúsa.


Rely+On™ Virkon™ bæklingur

Í  bæklingnum (hægt er að smella á myndina sem er hér til hliðar) getur þú séð ítarlegar og fróðlegar upplýsingar um Rely+On™ Virkon™ og virkni þess. Bæklingurinn opnast í nýjum glugga og þú getur skoðað hann eða hlaðið honum niður.


Ef að þú hefur einhverjar spurningar þá endilega settu þig í samband við sölumann hjá Kemi í síma 415 4000 eða sendu okkur tölvupóst á kemi@kemi.is

Heimildir í samantektinni um Nóróveirur voru fengnar á vef Embætti Landlæknis og Heilsuveru.